Harmonikusafnið

Nr. 48 Ragnar, Hornaas

1 af 3

Nr 48

Tegund: Ragnar, Hornaas

Gerð: Hnappaharmonika, 70 nótur í diskant, 80 í bassa.

Nótur: 70/80

Framleiðsluland: ekki vitað

Litur: Brún

Framleiðsluár: 1924

Lýsing: Harmonikan er viðarklædd, en belgur og nótnaborð er svart. Harmonikan er merkt „Carl.M. Svensen, Oslo“, en það merki kom á hana þegar hún fór til viðgerðar hjá því fyrirtæki. Harmonikan var mikið viðgerð eftir að hún kom til harmonikusafnsins.

Saga: Faðir Jóhanns Jósefssonar keypti harmonikuna árið 1924 handa syni sínum fyrir 300 krónur, af norskum sjómanni, og þá var harmonikan nýleg. Jóhann var þá 14 ára gamall. Þá var harmonikan merkt „Ragnv.A.D.Ornaas musikhandel, Stort.gt. 43, Oslo. Harald Hauge“. Vélstjóri á norsku flutningaskipi sem var með flutninga til Raufarhafnar aðstoðaði Jóhann við að ná tökum á harmonikunni. Jóhann fór tónleikaferðir um landið með Þorsteini Pétri bróðir sínum. Jóhann spilaði í útvarp árið 1933, og inn á sína fyrstu hljómplötu það sama ár

Upp