Nr 47
Tegund: B....le M...ter III (est 1872)
Gerð: Píanóharmonika
Nótur: 41/96
Sk: 5
Kórar: 3
Framleiðsluland: ekki vitað
Litur: Grá
Framleiðsluár: 1950‐1960
Lýsing: Tegundarheiti er afmáð, fyrsti stafur er B. Viðgerð, grill ekki upprunalegt.
Saga: Hermann Jónsson fann harmonikuna í ruslagámi í sveitinni. Síðar kom í ljós að eigandi hennar hafði verið Haukur Jónsson vélstjóri í Skeiðsfossvirkjun, sem var að flytja búferlum frá virkjuninni.