Fréttir og tilkynningar

Lok veturnátta

Björn Baldursson

mánudagurinn 28. október 2013

Í gærkvöldi lauk dagskrá veturnátta. Henni lauk með ballettsýningu í Turnhúsinu þar sem þær Salóme Katrín Magnúsdóttir og Sigrún Lísa Torfadóttir, eða dansdúettinn "Spegilmynd" sýndi dansatriði og að loknum  dansinum var kertafleyting í fjörunni. Nokkur fjöldi fólks var á svæðinu og lét fólk kuldann ekki á sig fá, en nokkuð kalt var í veðri og snjókoma.

Skilma

Björn Baldursson

föstudagurinn 4. október 2013

Skilmur
Skilmur

Áhald það sem er á myndinni hér til hliðar nefnist skilma, tréfiskur með blýi á endanum og var notuð við landnótaveiðar á síld. Þá gengu síldartorfurnar oft mjög nálægt landi. Nótin var þá  fest í annan endann í landi og farið með hinn endann á bát og kastað fyrir torfuna og tekinn bugur um síldartorfuna og farið í land með djúpendann. Þá var síldin komin í svokallaðan "lás", blýteinninn í nótinni lá við botninn og korkteinninn á yfirborðinu og komst því síldin ekki út. Skilman gegndi því hlutverki tálbeitu til að halda síldinni inni í nótinni meðan verið var að draga hana að landi, var henni þá kastað fyrir síldina og síðan dregin að landi, og elti þá síldin skilmuna. Í lásnum var síldin oft geymd í marga daga og var tekið úr lásnum smátt og smátt með svokallaðri "úrkastnót". Smásíldin var aðallega notuð í beitu. 

Myndir frá hópsiglingunni

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 24. september 2013

Gestur frá Vigur, Hermóður úr Ögurvík og Gunnar Sigurðsson. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson.
Gestur frá Vigur, Hermóður úr Ögurvík og Gunnar Sigurðsson. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson.
1 af 7

Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari var á hafnarkantinum um daginn og tók frábærar myndir af bátaflotanum okkar. Þetta eru falleg fley.

Upp