Í gærkvöldi lauk dagskrá veturnátta. Henni lauk með ballettsýningu í Turnhúsinu þar sem þær Salóme Katrín Magnúsdóttir og Sigrún Lísa Torfadóttir, eða dansdúettinn "Spegilmynd" sýndi dansatriði og að loknum dansinum var kertafleyting í fjörunni. Nokkur fjöldi fólks var á svæðinu og lét fólk kuldann ekki á sig fá, en nokkuð kalt var í veðri og snjókoma.