Björn Baldursson
miðvikudagurinn 8. janúar 2014
Nú er árið 2014 gengið í garð og enginn veit hvað það kann að bera í skauti sér. Í fyrsta tölublaði Vestra árið 1914 birtist þessi annáll ársins 1913, væntanlega samantekinn af Kristjáni Jónssyni frá Garðsstöðum sem var ritstjóri blaðsins. Það er fróðlegt að lesa hvað það var sem helst brann á fólki fyrir 100 árum síðan.
Árið 1913.
Árið sem leið var að ýmsu merkisár og tíðindasamt víða um heim, þótt skiftar verði sjálfsagt skoðanir um ágæti þess. Mestum tíðindum mun Balkanstyrjöldin verða talin sæta, er fram í sækir og fræðimennirmr skrá
atburði ársins á spjöld sögunnar. Eru þó ekki full málalok orðin á enn þá, og verður það að líkindum hlutverk næsta árs að geyma úrslit þeirrar styrjaldar í skauti sínu. Skiftir allmiklu hver þau málalok verða, hvort Tyrkir verða að mestu útlægir gerðir úr Norðurálfunni, — hvort hinar þjóðirnar koma sér saman til fullnustu um landaskiftinguna, og hvort stórveldin lenda eigi í erjum sín á milli út af öllu saman.
Allur þessi ófriður hefir fært mönnum áþreifanlega heim sanninn um það hvorttveggja, að enn þá er siðmenningin hjá hvítu mönnunum eigi komin lengra, en þetta stríð ber vott um, og hinsvegar magnleysi og ef til vill viljaleysi hinna svonefndu stórvelda til þess að afstýra ófriði þessum eins og þó var látið í veðri vaka í byrjun að gera ætti.
Árferðið hefir verið óvenju misjafnt. Veturinn var víst allstaðar fremur mildur og hagstæður, en kuldahret geysaði um alt land fram í miðjan maí.
Sumarið ágætlega hagstætt norðanlands og austan, en afar óþurkasamt sunnanlands, og víðasthvar vestanlands.
Verslunin hefir verið fremur hagstæð, verð á innlendri vöru hátt, einkum kjöti og sömuleiðis saltfiski, og útlenda varan fengist með sæmilegu verði.
Landfarssóttir hafa engar geysað, en alt um það hefir dáið fjöldi merkra manna fjær og nær, meðal þeirra má nefna: Eirík meistara Magnússon í Cambrigde (d; 25. jan.), Guðlaug Guðmundsson sýslum. (5.ág.), Steingrím Thorsteinsson skáld (21. ág.), prestana Kjartan próf, Einarsson í Holti (28. mars), séra Bened. Eyjólfsson í Bjarnarnesi (í júni) og sr. Arnór Þorláksson á Hesti (1. ág.), Kr. H. Jónsson ritstj.(27. sept.), Sölva Thorsteinsson dannebrm. o.fl., o.fl. Af konum eru þær nafnkunnastar: biskupsfrú Valgerður Jónsdóttir (d. 29. jan.) og ráðherrafrú Ragnheiður Hafstein (d. 16. júlí). .
Slysfarir á sjó hafa orðið óvenju miklar, eigi síst hér vestra. Fyrst fórst vélarbátur héðan úr bænum með 5 mönnum 9. janúar. Bátur við Ólafsvík í apríl með 10 mönnum. Bátur úr Vestmannaeyjum í sama mánuði með 4 mönnum.
Vélarbátur frá Norðfirði í sept, með 4 mönnum. Bátur frá ísafirði 29. sept., með 3 mönnum. Vélarbátur frá Súgandafirði 16. okt., með 4 mönnum, og aftur vélarbátur frá Súgandafirði 11. nóvember, með 6 mönnum. Auk margra minni slysa, sem hér verða eigi talin. Er þetta geypilegt tjón á einu ári, eigi síst héðan úr sýslunni, þar sem 3 vélarbátar hafa farist og menn af einum árabát, alls 18 manns. Nefna má og í þessu sambandi eiturmorðið í Reykjavík í nóvember, hryllilegt og einstakt í sinni röð.
Brunar og önnur slík óhöpp hafa verið með minna móti. Nefna má bruna sildarverksmiðjunnar á Dagverðarevri við Eyjafjörð. Tjón af ofviðri varð og allmikið víða, í október. siðastl.
Hjá oss íslendingum hefir árið verið allmikið umsvifaár, sumu miðað fram, en fáu aftur — Vér höfum yfirleitt gengið til góðs götuna fram eftir veg. Sá mun dómurinn verða síðar meir. Merkasti atburðurinn — og sá atburðuinn,
sem lengst lýsir af á þessu ári, er óefað stofnun eða tildrögin að stofnun Eimskipafélagsins. Ef alt fer með feldu og óskir þjóðarinnar rætast mun þessa árs verða minst með virðing og þakklæti íyrir það viðvik. Það sýnir ljóslega löngun þjóðarinnar til þess að vera sjálfri sér nóg, og fórnfýsi margra einstaklinga fyrir því málefni, er þeir telja þjóðinni til hagsældar. Einhuga heillaósk fylgi þessu máli inn á nýja árið.
Stjórnarfarið er það mál, sem þjóðin lætur sig jafnan miklu skifta. Árið út og árið inn er þar sókn og vörn á báðar hliðar. Þetta ár hefir ekki farið varhluta af slíku, fremur en mörg önnur undanfarin ár. Þingið bar þó gæfu
til að samþykkja ýmis merk mál, og afgreiða stjórnarskrárfrumvarpið og er það mál nú komið á svo góðan rekspöl, að vandalaust ætti að vera að koma því í höfn.
Skærur nokkrar voru í þinginu, en þó var meira úr þeim gert en þær verðskulduðu. Þjóðin á eftir að leggja dóm sinn á það mál. Hún á eftir að segja, hvort henni líkar betur að stjórn og þing vinni sem best saman á þinginu, komi saman til að afreka eitthvað, eða hvort hún vill að þingmenn eyði þingtímanum í hégómlegar stælur og hnútur, og rífi niður hver fyrir öðrum. Lá við sjálft að alt færi á sömu leið á þinginu í ár og 1911.
Þjóðin galt þá þeim mönnum rauðan belg fyrir gráan, sem beittust fyrir að koma öllu á ringulreið og ætluðu sjálfir að brjótast til valda. Og allar horfur eru á því, að eins verði enn þá.
Merkustu erlendu viðburðirnir eru fyrst og fremst Balkanstyrjöldin, sem vikið hefir verið að hér að framan. Auk þess hafa og verið ýmsar þjóðfélagshreyfingar og óeirðir víðsvegar um heim, en þó ekki svo miklar né merkar, að þær marki veruleg spor.
Mjög stórkostlegu mannvirki hefir orðið lokið á þessu ári, þar sem er opnun Panamaskurðsins til fullra afnota, sem tengir saman Atlantshafið og Kyrrahafið. Frakkar byrjuðu á þessu mannvirki skömmu eftir 1880, og Lesseps, sá er hafði staðið fyrir Suezskurðinum, stofnaði feikna stórt hlutafélag í því skyni, að gera skipgengan skurð gegn um Panamaeiðið. En eftir nokkur ár var alt hlutaféð uppetið, en verkið skammt á veg komið.
Siðan urðu uppvís hin megnustu fjársvik hjá forstöðumönnunum og Lesseps sjálfur var dæmdur til fangelsisvistar. Fyrir nokkrum árum byrjuðu svo Bandamenn á verki þessu, og var því svo lokið í haust og skurðurinn opnaður
með mikilli viðhöfn. Af nafnkunnum erlendum mönnum, sem létust á árinu, má nefna: Georg Grikkjakouung, er var myrtur 18. mars, Pierpont Morgan, ameríska auðmanninn, Bebel, jafnaðarmannaforingjann þýska, Dr. Diesel og Edward Milne, enskan vísindamann.
Slys hafa og orðið nokkur, t. d. kolanámuslys mikið á Bretlandi í haust, og Volturnoslysið, þar sem margt manna druknaði.
Björn Baldursson
miðvikudagurinn 1. janúar 2014
Björn Baldursson
föstudagurinn 15. nóvember 2013
Fiskætasálmur Hallgríms Péturssonar flokkast víst ekki undir hefðbunda sálma, heldur er hann þarna að lofa og prísa það sem almættið færir honum af sjávarfangi. Má af þessu sjá og lesa í neysluvenjur Íslendinga á sautjándu öldinni.
Afbragðsmatur er ýsan feit,
ef hún er bæði fersk og heit,
soðin í sjóarblandi.
Líka prísa ég lúðuraf.
Lax og silungur ber þó af
hverskyns fisk hér á landi.
Langan svangan
magann seður,
soltinn gleður.
Satt ég greini.
Úldin skata er iðra reynir.
Morkinn hákarl, sem matar hníf,
margra gerir að krenkja líf.
Ríkismenn oft það reyna.
Um háfinn hugsa húskar meir.
Hann í eldinum steikja þeir.
Brjósk er í staðinn beina.
Hlýrinn rýri,
halda menn
af honum renni
hræðileg feiti.
En rauðmagi er besti rétturinn heiti.
Karfinn feitur ber fínan smekk.
Fáum er spáný keilan þekk.
Upsinn er alls á milli.
Þorskurinn, sem í þaranum þrífst,
þrefaldur út úr roðinu rífst.
Frá ég hann margan fylli.
Þorskinn, roskinn,
rifinn, harðan,
rétt óbarðan
ráð er besta
að bleyta í sýru á borð fyrir presta.