Fréttir og tilkynningar

Gunnar Sigurðsson ÍS 13

Jón Sigurpálsson

mánudagurinn 15. ágúst 2011

Ljósmynd: Áslaug Jensdóttir
Ljósmynd: Áslaug Jensdóttir

Í fyrrahaust eignaðist Byggðasafn Vestfjarða vélbátinn Magnús KE 46, áður Gunnar Sigurðsson ÍS 13. Það voru þeir Erling Brim Ingimundarson og Þórarinn Ingi Ingason sem gáfu bátinn til Byggðasafnsins. Báturinn er Bátalónsbátur, smíðaður árið 1974 úr furu og eik, og er 13 brl. Hann er jafnframt fyrsti bátur þessarar gerðar sem smíðaður var með álhúsi samkvæmt ósk kaupanda.

Meira

Byggðasafnið 70 ára

Jón Sigurpálsson

mánudagurinn 4. júlí 2011

Úr turninum. Ljósmynd: Þorsteinn Traustason
Úr turninum. Ljósmynd: Þorsteinn Traustason

Í ár eru liðin 70 ár frá því að Byggðasafn Vestfjarða var stofnað að frumkvæði Bárðar G. Tómassonar. Í tilefni þess var efnt til útihátíðar í Neðstakaupstað laugardaginn 2 júlí s.l. Þar var ýmislegt um að vera, soðin var rækja fyrir gesti og gangandi og pillaði hver ofan í sig. Gestir gátu smakkað á hákarli, Saltfisksveitin tók nokkur lög, og börnin léku sér í parís. Um 100 manns lögðu leið sína í Neðsta og frítt var inn á safnið í tilefni dagsins.

Meira

Upp