Fréttir og tilkynningar

Fyrsta skipið væntanlegt

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 13. maí 2014

Mynd fengin að láni á http://www.thomson.co.uk/
Mynd fengin að láni á http://www.thomson.co.uk/

Nú líður að opnun Byggðasafnsins. Frá og með 15 maí verður safnið opið alla daga frá kl 9-5 alla daga. Fyrsta skip sumarsins er væntanlegt þann 18 maí n.k. og er það skipið Thompson Spirit með 1300 farþega innanborðs. Unnið er að því að gera Turnhúsið klárt, búið er að gera við fúna planka og nýr göngurampur hefur verið lagður að húsinu. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir um helgina.

Viðhald á Turnhúsi

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 29. apríl 2014

1 af 3

Turnhúsið í Neðstakaupstað var byggt árið 1783. Viðirnir í því eru mikið til upprunalegir utan nokkrir stokkar sem skipt var um þegar gert var við húsið. Það er því ekki að undra þó eitthvað láti undan tímans tönn. Nokkur fúi er kominn í nokkra stokka og þarf að skipta um og sponsa í. Magnús Alfreðson trésmiður vinnur að því þessa dagana.

Vélsmiðja Guðmundar J.Sigurðssonar

Björn Baldursson

miðvikudagurinn 23. apríl 2014

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar er elsta starfandi vélsmiðja landsins. Smiðjan sem er nánast í upprunalegu formi ber nafn Guðmundar J. Sigurðssonar sem stofnaði smiðjuna ásamt Gramsverslun eftir að hann kom heim frá vélsmíðanámi í Danmörku. Gramsverslun styrkti hann til náms með því fororði að hann ynni hjá þeim í einhvern tíma eftir að hann lyki námi. Vélsmiðjan varð fljótt þekkt fyrir vandaða og góða þjónustu. Á stríðsárunum þegar erfitt var að útvega varahluti voru steyptir þar varahlutir af öllum stærðum og gerðum, í erlend sem innlend skip. Einnig var smiðjan skóli í málmiðnum og þar var eftirsóknarvert að læra sökum þess hve fjölbreyttur smiðjureksturinn var. Þar lærðu menn  logsuðu, rafsuðu, rennismíði, járnsmíði í eldsmiðju, málmsteypu og flest annað sem gert er í smiðju.

Smiðjan var rekin allt til ársins 1995, en þar er enn unnið eftir atvikum við allskyns vélsmíðavinnu og málmsteypu.

Byggðasafn Vestfjarða hefur tekið við smiðjunni til varðveislu. Smiðjan er opin alla virka daga frá kl. 9-17 á tímabilinu 15 maí - 31. ágúst.

Upp