Fréttir og tilkynningar

Vetur á Byggðasafninu

Björn Baldursson

föstudagurinn 29. maí 2015

Yfir vetrarmánuðina, eða frá 15 september til 15 maí hefur safnið ekki reglulegan opnunartíma, en áhugasamir geta haft samband við okkur eða upplýsingamiðstöð ferðamála á Ísafirði og við munum þá opna ef þess er kostur.

 

Aðgangseyrir

 

Fullorðnir:          1000 kr

Ellilífeyrisþegar:   800 kr

Frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri.

Dokkan

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 28. apríl 2015

Dokkan að vetri til. Fyrir framan má sjá báta fasta í ís. Myndin er tekin frostaveturinn 1918. Ljósmynd: Ljósmyndasafnið Ísafirði.
Dokkan að vetri til. Fyrir framan má sjá báta fasta í ís. Myndin er tekin frostaveturinn 1918. Ljósmynd: Ljósmyndasafnið Ísafirði.

Hér á Ísafirði var byggt mikið mannvirki árið 1857. Þetta mannvirki er nú með öllu horfið sjónum okkar, lenti undir uppfyllingu og á því voru byggð hús. Þetta mannvirki er Dokkan, skipakví sem var við Sundin. Það voru eigendur hákarlaskipa á Ísafirði sem réðust í þessa framkvæmd, til að geta geymt skip sín við góðar aðstæður, og þeirra á meðal var Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður. Dokkan var töluvert mannvirki, hún var með tvöföldum tréveggjum og á milli þeirra var fyllt upp með grjóti og möl. Mót suðri var op á kvínni sem lokað var með trjám sem felld voru í nætur. Þarna gátu legið 6-7 skip, hlið við hlið, 10-11 lestir hvert skip. Stærðin var um 2000 ferálnir (um 7-800 fermetrar). Síðar eignaðist Ásgeirverslun Dokkuna og notaði hana þá fyrir skip sín. 

Fallbyssa frá Uppsalaeyri

Björn Baldursson

miðvikudagurinn 18. mars 2015

Merkjabyssan frá Uppsalaeyri.
Merkjabyssan frá Uppsalaeyri.
1 af 3

Þessi litla fallbyssa, eða merkjabyssa, kom á Byggðasafnið árið 1960. Hún kemur frá Uppsölum í Seyðisfirði, og hefur væntanlega verið notuð þar í hvalstöð Hins Íslenska hvalveiðifélags, sem var rekið af þeim félögum Ásgeiri Ásgeirssyni og hvalveiðimanninum Johan Stigsrud, hinum norska, auk fleiri erlendra aðila. Það var fyrir tíma talstöðva, labbrabbtækja, og GSM síma og því var nauðsynlegt að geta á einhvern hátt sent merki milli þeirra sem í landi voru og þeirra sem voru á hvalbátunum. Væntanlega hefur einungis verið skotið púðurskotum úr þessu fallstykki.

Upp