Hér á Ísafirði var byggt mikið mannvirki árið 1857. Þetta mannvirki er nú með öllu horfið sjónum okkar, lenti undir uppfyllingu og á því voru byggð hús. Þetta mannvirki er Dokkan, skipakví sem var við Sundin. Það voru eigendur hákarlaskipa á Ísafirði sem réðust í þessa framkvæmd, til að geta geymt skip sín við góðar aðstæður, og þeirra á meðal var Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður. Dokkan var töluvert mannvirki, hún var með tvöföldum tréveggjum og á milli þeirra var fyllt upp með grjóti og möl. Mót suðri var op á kvínni sem lokað var með trjám sem felld voru í nætur. Þarna gátu legið 6-7 skip, hlið við hlið, 10-11 lestir hvert skip. Stærðin var um 2000 ferálnir (um 7-800 fermetrar). Síðar eignaðist Ásgeirverslun Dokkuna og notaði hana þá fyrir skip sín.