Jóna Símonía Bjarnadóttir
miðvikudagurinn 25. ágúst 2021
Þriðjudaginn 24. ágúst var Gunnar Sigurðsson Ís 13 sjósettur í blíðskaparveðri. Hann verður þó ekki lengi á sjó í þetta sinn en til stendur að ljúka viðhaldi á honum næsta sumar og sjósetja hann í framhaldinu og þá vonandi til frambúðar. Við vonumst til að okkur takist að sjósetja Eljuna og Hermóð Ís 482 á allra næstu árum en unnið er í að fjármagna lagfæringar á þeim.
Jóna Símonía Bjarnadóttir
föstudagurinn 20. ágúst 2021
Safnið verður opið 1.-15. september alla daga kl. 11-15. Yfir vetrartímann er safnið opið eftir samkomulagi, hægt er að hringja í okkur eða skrifa okkur póst á byggdasafn@isafjordur.is
Jóna Símonía Bjarnadóttir
miðvikudagurinn 23. júní 2021
Aðalfundur Hollvinasamtaka Maríu Júlíu 2021 verður haldinn í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins á Ísafirði laugardaginn 26. júní kl. 11-12.15. Stofnsamþykktir félagsins er að finna á slóðinni
Vinnutörn verður um borð í Maríu Júlíu að fundi loknum.