miðvikudagurinn 6. janúar 2021
Jóna Símonía Bjarnadóttir
föstudagurinn 11. desember 2020
Laugardaginn 12. desember verður opið hjá okkur á safninu kl. 13-16. Við erum búin að setja upp litla jólasýningu og föndurhorn fyrir börnin.
Samkvæmt sóttvarnarreglum getum við tekið á móti 10 manns frá 16 ára aldri en börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Við minnum á grímur og bjóðum spritt og hanska á staðnum.
Aðgangseyrir fyrir 18 ára og eldri er 1300kr, 950kr fyrir eldriborgara og frítt fyrir börn. Innifalið er kaffi og smákökur :-)
Safnabúðin er opin á sama tíma en þar er að finna margt góðra muna í jólapakkann. Minnum á lita- og þrautabókina okkar sem er ný komin úr prentsmiðjunni.
Jóna Símonía Bjarnadóttir
miðvikudagurinn 9. desember 2020
Safnið hefur látið gera lita- og þrautabók með myndum úr safninu og af safnasvæðinu hér í Neðstakaupstað. Við fengum hana Marsibil Kristjánsdóttur listakonu á Þingeyri til að gera myndirnar. Bókin er til sölu á safninu og kostar 1500kr. Hægt er að koma við á skrifstofunni hér í Neðstakaupstað eða senda okkur tölvupóst á byggdasafn@isafjordur.is - við erum líka á fésbókinni.