Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | föstudagurinn 1. febrúar 2013

Fágæt vatnskanna úr postulíni

1 af 2

Safninu áskotnaðist fágæt vatnskanna úr postulíni frá ofanverðri 19. öld. Hún er með gyllingu og skreytt handlitaðri teikningu af Gramversluninni á Þingeyri.

Kannan er frá Carl Tielsch verksmiðjunni í Þýskalandi. Hún er um 25 cm á hæð og mesta þvermál um 17 cm. Á botni könnunnar er merki verksmiðjunnar, nokkuð dauft, en vel má greina örn og upphafsstafina C og T undir erninum. Líklegt er að kannan sé framleidd á tímabilinu 1870-1900. Kannan er algjörlega heil, hvergi sprungin, kvarnað úr henni eða gallar á glerungi. Lok fylgir og á handfangi er myndarlegt ljón. Kannan er skreytt með gylltu munstri og í borða undir handlitaðri húsateiknigunni stendur Dyrefjord öðru megin og Iceland hinu megin. Gyllingin hefur látið á sjá en er samt býsna greinileg.Fremst á könnunni er handlituð mynd af Gramversluninni á Þingeyri, Dýrafirði. Friðrik Wendel var verslunarstjóri á staðnum á árunum 1870-1900. Hann var þýskur og kann að hafa látið gera könnuna. Bróðir hans, Hermann Wendel, var ljósmyndari og var um tíma á Þingeyri. Ekki er ólíklegt að hann hafi tekið mynd af húsunum og ljósmyndin notuð sem fyrirmynd handa teiknaranum.

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | föstudagurinn 1. febrúar 2013

Eljan frá Nesi

Eljan frá Nesi er smíðuð í Grunnavík árið 1942. Það voru bræðurnir frá Nesi /Naustum, Magnús og Sigurður Elíassynir sem smíðuðu bátinn og áttu hann lengst af. Hann er smíðaður úr eik og furu og í honum er 27 kw. Thornycroft díselvel. Stefán Símonarson frændi Nesbræðra eignaðist bátinn eftir þeirra dag ásamt Vilberg Prebenssyni. Guðjón Brjánsson og Dýrfinna Torfadóttir eignuðust síðar bátinn og gáfu hann til Byggðsafnsins haustið 2012.

Ólöf Vignisdóttir Ólöf Vignisdóttir | föstudagurinn 17. ágúst 2012

Samnorræn ráðstefna

Samráðsfundur norrænna sjóminjasafna verður haldinn 22. - 24. ágúst. Aukin samvinna á milli norrænna safna á sviði sjó- og strandminja á sviði sýninga, rannsókna og annarra starfa safnanna. Fundarstjóri: Pétur Kristjánsson

...
Meira
Björn Baldursson Björn Baldursson | fimmtudagurinn 5. júlí 2012

Íslenski Safnadagurinn

Á sunnudaginn þann 8 júlí n.k. er íslenski safnadagurinn. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið. Boðið verður upp á léttan ratleik um safnið fyrir yngstu kynslóðina og þau geta valið uppáhaldssafngripinn sinn. Töluverð breyting hefur verið gerð á sýningunni sem verið hefur undanfarin ár og er nú sýningin Stefnumót tveggja tíma allsráðandi á jarðhæð safnsins, þar sem gerð er grein fyrir þróun útgerðar frá þilskipum til skuttogara. Á annari hæð Turnhússins er Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar til húsa og hefur það aukið töluvert umsvif sín þar og fleiri nikkur eru nú til sýnis en áður. Vel gæti skeð að góðir gestir grípi í harmonikuna og fylli Turnhúsið töfratónum. Á loftinu er svo sýningin Betri er bjallan bitin en hvönnin slitin, þar sem greint er frá ýmis konar strandhlunnindum og nytjum þeirra áður fyrr.

Ólöf Vignisdóttir Ólöf Vignisdóttir | þriðjudagurinn 12. júní 2012

Sumaropnun og ný sýning

Nú er sumaropnunartími byrjaður hérna hjá okkur á Byggðasafni Vestfjarða. Safnið er opið alla daga frá 9-18 fram í miðjan september. Það er búið að leggja út saltfiskinn, planta sumarblómum og verið er að botnmála bátana. Allir eru komnir í sumarskap í niðri í Neðstakaupstað og hlakkar okkur til að sjá sem flesta í sumar.

Ný sýning er opnuð í Turnhúsinu og nefnist hún "Stefnumót tveggja tíma", sýningin leitast við að sýna fram á þróun í sjávarútvegi á seinustu 120 árum, úr þilskipum yfir í togaraútgerð. Sýningin er skreytt mörgum fallegum ljósmyndum frá svæðinu og einnig er sýndkvikmynd sem leitast við að segja frá þessum vendipunkti í Íslandssögunni, með tilkomu togaraútgerðarinnar.

Nú er sumaropnunartími byrjaður hérna hjá okkur á Byggðasafni Vestfjarða. Safnið er opið alla daga frá 9-18 fram í miðjan september. Það er búið að leggja út saltfiskinn, planta sumarblómum og verið er að botnmála bátana. Allir eru komnir í sumarskap í niðri í Neðstakaupstað og hlakkar okkur til að sjá sem flesta í sumar.

Ný sýning er opnuð í Turnhúsinu og nefnist hún "Stefnumót tveggja tíma", sýningin leitast við að sýna fram á þróun í sjávarútvegi á seinustu 120 árum, úr þilskipum yfir í togaraútgerð. Sýningin er skreytt mörgum fallegum ljósmyndum frá svæðinu og einnig er sýndkvikmynd sem leitast við að segja frá þessum vendipunkti í Íslandssögunni, með tilkomu togaraútgerðarinnar.

Harmoniku sýningin er enn á sínum stað, en er orðin ennþá veglegri og fleiri nikkur að sjá en áður.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!!!

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 27. febrúar 2012

Saltfiskveisla 2012

Á þessu ári eru 10 ár frá því að fyrsta saltfiskveislan var haldin. Að þessu sinni verður veislan í Turnhúsinu, safnhúsinu sjálfu þann 28. júlí. Blásið var til fyrstu veislunnar árið 2002 í tilefni af því að 150 ár voru liðin frá stofnun Ásgeirsverslunar.

...
Meira
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 19. september 2011

Opið eftir samkomulagi

Frá og með 16. september er Byggðasafnið opið eftir samkomulagi. Ef óskað er eftir opnun er hægt að hringja í safnvörð, 848 4878 eða síma 456 3293 eða 987 3291.

Safnið verður svo opið daglega eftir miðjan maí frá kl. 9 til 5.

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 15. ágúst 2011

Gunnar Sigurðsson ÍS 13

Ljósmynd: Áslaug Jensdóttir
Ljósmynd: Áslaug Jensdóttir

Í fyrrahaust eignaðist Byggðasafn Vestfjarða vélbátinn Magnús KE 46, áður Gunnar Sigurðsson ÍS 13. Það voru þeir Erling Brim Ingimundarson og Þórarinn Ingi Ingason sem gáfu bátinn til Byggðasafnsins. Báturinn er Bátalónsbátur, smíðaður árið 1974 úr furu og eik, og er 13 brl. Hann er jafnframt fyrsti bátur þessarar gerðar sem smíðaður var með álhúsi samkvæmt ósk kaupanda.

...
Meira
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 4. júlí 2011

Byggðasafnið 70 ára

Úr turninum. Ljósmynd: Þorsteinn Traustason
Úr turninum. Ljósmynd: Þorsteinn Traustason

Í ár eru liðin 70 ár frá því að Byggðasafn Vestfjarða var stofnað að frumkvæði Bárðar G. Tómassonar. Í tilefni þess var efnt til útihátíðar í Neðstakaupstað laugardaginn 2 júlí s.l. Þar var ýmislegt um að vera, soðin var rækja fyrir gesti og gangandi og pillaði hver ofan í sig. Gestir gátu smakkað á hákarli, Saltfisksveitin tók nokkur lög, og börnin léku sér í parís. Um 100 manns lögðu leið sína í Neðsta og frítt var inn á safnið í tilefni dagsins.

...
Meira
Fyrri síða1234
5
Næsta síða
Síða 5 af 5
« 2017 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjón