Sýningar

Árið 2009 / Skipasmíðar Marsellíusar Bernharðssonar

Laugardaginn 7 febrúar 2009 var opnuð sýning í sal Listasafns Ísafjarðar í Gamla sjúkrahúsinu, tileinkuð skipasmiðnum Marsellíusi Bernharðssyni. Þar er farið yfir skipasmíðar hans og einskorðast sýningin við nýsmíðar Marsellíusar á tímabilinu 1936 – 1977. Mikill fjöldi mynda prýðir veggspjöldin, og vitnað er í blaðagreinar frá þessum árum er tengjast skipasmíðinni. Einnig eru sýndar lifandi myndir frá skipasmíðum. Það er Kristján G. Jóhannson sem stendur fyrir sýningunni, og hefur Byggðasafn Vestfjarða veitt aðstoð eftir föngum. Sýningin er opin jafnhliða opnunartíma bókasafnsins, virka daga frá 13-19 og á laugardögum frá 13-16.

Hér má nálgast veggspjöldin og skoða þau sem pdf skjal

 

Upp