Sýningar

Árið 2007 / Með augum fréttaritarans

Jón Páll Halldórsson hefur verið driffjöður í atvinnu og menningarlífi Ísfirðinga í meira en hálfa öld. Ævistarfi sínu hefur hann varið í þágu fiskveiða, fiskvinnslu og verslunar, og eftir hann liggja merkileg rit um sögu þessara atvinnugreina á Ísafirði. Jón Páll starfaði sem fréttaritari á Morgunblaðinu á árunum 1950 – 1960 auk þess sem hann var blaðamaður á Vesturlandi um árabil. Ljósmyndir Jóns skipta hundruðum, og endurspegla þær mannlíf og bæjarbrag hér vestra eftir miðja 20 öldina. 
Árið 2007 var sett upp sýning á fréttamyndum Jóns Páls , og þær tengdar við fréttir þær er hann skrifaði samhliða. Veggspjöld frá sýningunni má nálgast hér.

 

Upp