var smíðaður í Bolungarvík árið 1930. Það var Falur Jakobsson skipasmiður frá Barðsvík á Hornströndum sem smíðaði hann fyrir Einar Guðfinnson og var Tóti jafnframt fyrsti báturinn sem Einar Guðfinnsson lét smíða fyrir sig. Tóti er smíðaður úr eik og furu og er mældur 7 brúttólestir. Hann var gerður út frá Bolungarvík til ársins 1947. Hann var í notkun við Djúp allt til ársins 1968 er hann var dæmdur ónýtur. Steingrímur Pétursson bóndi frá Hjöllum í Skötufirði afhenti Byggðasafni Vestfjarða bátinn árið 1987.