Bátar í varðveislu Byggðasafns Vestfjarða

Örn ÍS 566

var smíðaður í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1942. Samkvæmt mælibréfi er hann 19 brl. Var báturinn nefndur „lærlingurinn“ því hann var að miklu leyti smíðaður af nemendum Marsellíusar í skipasmíði.

Örn var smíðaður fyrir Örnólf Valdimarsson á Suðureyri við Súgandafjörð. Árið 1966 eignaðist Torfi Björnsson bátinn og var hann í hans eigu allt til ársins 1992 er hann afhenti Byggðasafni Vestfjarða bátinn til varðveislu. Bátnum var m.a. haldið út til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi og var hann í notkun allt til ársins 1991 er hann var tekinn af skrá.

Upp