er smíðaður í skipasmíðastöðinni Bátalóni í Hafnarfirði árið 1974 og er úr furu og eik. Lengd bátsins er 11,57 metrar og er hann skráður um 13 brl.
Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri Bátalóns teiknaði og hannaði bátinn fyrir Rafn Oddsson skipstjóra á Ísafirði sem lét smíða bátinn fyrir sig. Hann er jafnframt fyrsti báturinn af þessari gerð sem smíðaður er með álhúsi en ekki tréhúsi. Margir bátar af þessari gerð voru smíðaðir ýmis frambyggðir eða afturbyggðir.
Gunnar Sigurðsson var lengst af gerður út til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi undir stjórn Rafns Oddsonar allt til ársins 1998. Þá komst báturinn í eigu Hraðfrystihússins hf.. Báturinn hefur borið ýmis nöfn í gegnum tíðina s.s. Víkingur SH 86, Máni GK 557, Kofri ÍS 41 og síðast, Magnús KE 46, og var hann þá í Njarðvík. Eigendur bátsins þar vildu að hann kæmist aftur á heimaslóðir og gáfu hann Byggðasafni Vestfjarða. Af mikilli greiðasemi tók Landhelgisgæslan að sér að flytja bátinn og í september 2010 sigldi varðskipið Týr með Gunnar Sigurðsson vestur í blíðskaparveðri. Á Ísafirði sá Flytjandi um að taka bátinn frá borði og var strax ráðist í þær viðgerðir sem fara þurftu fram, saumskipti o.fl. Vorið 2011 var báturinn sjósettur á ný.