Bátar í varðveislu Byggðasafns Vestfjarða

Eljan frá Nesi

var smíðuð í Grunnavík árið 1942. Það voru bræðurnir frá Nesi / Naustum, Magnús og Sigurður Elíassynir sem smíðuðu bátinn og áttu hann lengst af. Hann er smíðaður úr eik og furu og í honum er 27 kw. Thornycroft díselvel. Stefán Símonarson frændi Nesbræðra eignaðist bátinn eftir þeirra dag ásamt Vilberg Prebenssyni. Guðjón Brjánsson og Dýrfinna Torfadóttir eignuðust síðar bátinn og gáfu hann til Byggðsafnsins haustið 2012.

Upp