Brennivínskjallarinn
var eina byggingin með „íslensku lagi“ í Neðstakaupstað eins og það var orðað í virðingum. Húsið var semsagt niðurgrafið með hlöðnum veggjum og torfþaki. Þetta lágreista mannvirki stóð fyrir framan Krambúðina og Tjöruhúsið og er hleðslan rétt undir yfirborðinu og býður þess að verða grafin upp. Ekki er vitað um aldur brennivínskjallarans en hann var jafnaður við jörðu á fjórða áratug síðustu aldar.