Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Ísafjarðar 10 maí sl.. Marco Polo lagðist að bryggju um átta að morgni og yfirgaf bæinn um klukkan fimm.
Alls voru um 850 farþegar um borð og um 360 manna áhöfn. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið af 131 sem heimsækja Ísafjörð í sumar en þau voru 112 sumarið 2018.
Næsta skip er væntanlegt til hafnar laugardaginn 13. maí. Það er Ocean Dimond sem er með 400 farþega auk 144 í áhöfn.
Hægt er að skoða yfirlit um komur skemmtiferðaskipa á vefsíðu Ísafjarðarhafnar.