Velkomin á uppfærða heimasíðu safnsins. Tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpa ehf. á heiðurinn að þeirri vinnu og hafa safnmenn í samvinnu við þá unnið að því að gera síðuna þannig úr garði að hún gefi glögga mynd af starfseminni. Það mun bætast við upplýsingar smátt og smátt á næstu vikum og verður m.a. hægt að rifja upp sýningar sem stafnið hefur staði fyrir nokkuð langt aftur í tímann. Einnig er ástæða til að vekja athygli á flipanum - Um safnið / skrár og skjöl sem hýsir margvíslegan fróðleik og upplýsingar. Það væri gott að fá viðbrögð ykkar og ábendingar um það sem betur má gera.