Síðasti opnunardagur hér á Byggðasafninu verður sunnudaginn 30. ágúst 2020, og verður opið frá 10-17. Þó að sýningarrýmið í Turnhúsinu loki yfir þennan veturinn þá er langt í frá að starfsemin innan dyra leggist í dvala. Fyrirhugað er stórtiltekt á geymslurými, endurskipulagning og frágangur. Á döfinni er að setja upp sýningu á þriðju hæðinni í Turnhúsinu og er það von okkar að sú vinna muni vinnast vel. Þrátt fyrir takmarkanir má segja að sumarið hafi gengið vonum framar og líflegt hafi verið í Neðstakaupstað í ár. Þökkum kærlega fyrir heimsóknir og innlit í sumar.
Starfsfólk Byggðasafns Vestfjarða