Í morgun kom til Ísafjarðar skemmtiferðaskipið Caribbian Princess, sem er 112.000 tonna skip og hefur það 3600 farþega innanborðs. Um 500 farþegar eru bókaðir í ferðir í Byggðasafnið og kom fyrsta rúta kl 7:30 í morgun, og að auki hefur verið nokkur lausatraffík. Eggert Nielsen og hópur krakka frá Súðavík syngur fyrir hópana og svo fá gestirnir líka að smakka harðfisk, hákarl og brennivín. Fólk kann misjafnlega vel að meta þær trakteringar en er þó óhrætt við að smakka. Veðrið leikur við farþegana og lofa þeir Ísafjörð og fólkið þar í hástert.