Safnið opnar í dag 18. maí og verður opið til ágústloka. Opnunartíminn er frá 9-17. Sólin hjálpar til að vanda og vekur umhverfi og menn til lífsins eftir vetrardvalann. Hvergi betra að vera í sólinni en í Neðsta.
Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag. Meðfylgjandi er umfjöllun í Fréttablaðinu um íslensku safnaverðlaunin 2020 en þau eru veitt íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Þar er rætt við Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð, Elsu Guðný Björgvinsdóttur, safnastjóra á Minjasafni Austurlands, Hilmar J. Malmquist forstöðumann Náttúrugripasafns Íslands, Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Guðbrand Benediktsson safnsstjóri Borgarsögusafns og þar með Sjóminjasafns Reykjavíkur en þar er tilnefnd grunnsýning safnsins Fiskur og fólk- sjósókn í 150 ár.
Hér viljum við nota tækifærið í tilefni dagsins og minna á báta safnins, Bátarnir í Neðsta mikilvægi þeirra og varðveislugildi. #safnadagurinn, #MuseumDay, #IMD2020, #Museums4Equality