Senn líður að því að safnið fari úr vetrardvala og opni formlega yfir árið 2023. Það er margt í bígerð og er von á fjölda farþega með skemmtiferðaskipum hingað til Ísafjarðar þar sem margir munu eflaust leggja leið sína á safnið. Það hefur verið hagur svæðisins í Neðsta að hafa Upplýsingamiðstöðina og safnið á sama stað og það haft góð samþætt áhrif. Þann 16. maí verður opnað formlega kl. 10:00, það verður hefðbundin opnunartími til 17:00 daglega til 31. ágúst en frá 1. september til 15. sama mánaðar verður opið 11:00-15:00.