Nú í aprílmánuði hóf Finney Rakel Árnadóttir störf hjá safninu. Hún er með meistaranám í safnafræðum, B.A í þjóðfræði og diplómu í upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Ritgerð hennar ber tilitilinn Af ljóma lýðveldis- óskasafn úr alfaraleið: Hugsjónir og hugmyndafræði safnastarfs á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar er fjallað um þær ólíku leiðir sem hafa farið fram í safnastarfi á Hrafnseyri við Arnarfjörð í minningu Jóns Sigurðssonar.
Finney Rakel starfar sem safnvörður og hefur m.a. umsjón með söfnun og skráningu muna, miðlum safnsins og ýmsum verkefnum sem safnið fær styrki í. Það er okkur sönn ánægja að fá Finney Rakel til liðs við okkur.