Björn Baldursson annar starfsmaður Byggðasafni Vestfjarða varð fyrir áfalli í upphafi sumars og verður frá vinnu í a.m.k. ár. Það var ljóst að fylla þurfti það skarð og auglýst var eftir starfsmanni í tímabundna stöðu. 13 umsóknir bárust og voru 7 af þeim það frambærilegar að óskað var eftir viðtali við við þá. Eftir ítarlega skoðun var ákveðið að kalla til starfa Helgu Þórsdóttur.
Helga er menningarfræðingur auk þess sem hún er menntuð í myndlist og innanhússarkitektúr. Sem myndlistarmaður hefur hún haldið og tekið þátt í fjölda sýninga ásamt því að starfa sjálfstætt við sýningarstjórn fyrir söfn og sýningasali, einnig skrifar Helga um myndlist m.a í veftímaritið art*zine. Auk starfa á sviði myndlistar hefur Helga starfað sem innanhúsarkitekt, við hönnun, verkefnastjórnun, uppsetningu sýninga, hönnun leikmynda og sýningarbása og sem leiðsögumaður á Íslandi og í París.