Föstudaginn 14. ágúst standa Blái skjöldurinn og Byggðasafn Vestfjarða fyrir námskeiði - Öryggismál menningarstofnana: möguleikar á samstarfi. Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum menningarstofnana, minjavörðum, öryggisfulltrúum, bæjarfulltrúum, almannavörnum og björgunarsveitum. Það verður haldið í Fræðslumiðstöðinni við Suðurgötu á Ísafirði og hefst kl. 11. Stefnt er á að ljúka því 15.30.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið byggðasafn@isafjordur.is í síðasta lagi þriðjudaginn 11. ágúst