Í dag er það háskólaskipið Explorer sem heimsækir okkur Ísfirðinga. Þetta skip hefur mikla sérstöðu meðal skemmtiferðaskipa vegna þess að það er í raun fljótandi háskóli. Á vorin fer skipið umhverfis heiminn með stúdenta og og á haustin siglir skipið umhverfis Atlantshafið. Skipið siglir undir áætlun sem nefnist Semester at Sea http://www.semesteratsea.org/. Skipið hefur ganghraða uppá 27 sjómílur.