Á myndinni sjáum við Gunnar Sigurðsson ÍS 13 sigla út úr Skutulsfirði á leið sinni til Flateyjar á Breiðafirði. Gunnar hefur fengið hlutverk í sjónvarpsþáttaröð um Flateyjargátuna sem byggð er á samnefndri sögu Viktors Arnar Ingólfssonar frá árinu 2002. Í kynningu útgefanda segir um söguna: „Þegar lík finnst í útskeri á Breiðafirði 1. júní 1960 er óreyndur fulltrúi sýslumannsins á Patreksfirði sendur á vettvang til að kanna málið. Rannsóknin vindur upp á sig og teygir anga sína til Reykjavíkur og annarra landa. Miðpunktur sögunnar er þó í Flatey og bókin sem við eyna er kennd, Flateyjarbók, gegnir lykilhlutverki við lausn gátunnar. Þetta er margslungin og spennandi sakamálasaga...“ Gunnar fer með hlutverk póstbátsins í þáttunum.
Nánar um verkefnið má lesa: http://www.kvikmyndamidstod.is/i-framleidslu/leikid-sjonvarpsefni/flateyjargatan