Skrúður er skrúðgarður rétt innan við Núp í Dýrafirði. Hann var stofnsettur af séra Sigtryggi Guðlaugssyni sem var skólastjóri Unglingaskólans að Núpi frá stofnun hans árið 1907 til 1929.
Sr. Sigtryggur hafði mikinn áhuga á íslenskum jurtum, og þá helst þeim sem mest þóttu til prýði. Hann útvegaði sér jurtir eða fræ frá fjarlægum héruðum,t.d. frá Rangárvallasýslu, úr Eyjafirði, Fnjóskadal, og frá nágrannasveitum. Skrúður var því frá upphafi nokkurs konar skólagarður.
Í dag sækir fjöldi ferðamanna Skrúð heim á hverju ári.
Góðar upplýsingar um Skrúð má finna hér í samantekt Braga Bergssonar - Skrúður á Núpi í Dýrafirði
Ýmsar upplýsingar um Skrúð á ensku -Skrúður