Áhugaverðir gripir

Merkjabyssa frá Uppsölum í Seyðisfirði

1 af 3

Þessi litla fallbyssa kom á Byggðasafnið árið 1960. Hún kemur frá Uppsölum í Seyðisfirði, og hefur væntanlega verið notuð þar í hvalstöð Hins Íslenska hvalveiðifélags, sem var rekið af þeim félögum Ásgeiri Ásgeirssyni og hvalveiðimanninum Johan Stigsrud, hinum norska, auk fleiri erlendra aðila. Það var fyrir tíma talstöðva, labbrabbtækja, og GSM síma og því var nauðsynlegt að geta á einhvern hátt sent merki milli þeirra sem í landi voru og þeirra sem voru á hvalbátunum. Væntanlega hefur einungis verið skotið púðurskotum úr þessu fallstykki.

Upp