Myndasafn

Bjrn Baldursson Bjrn Baldursson | rijudagurinn 3. nvember2015

Koppsetningarstokkur

Koppsetningarstokkur
Koppsetningarstokkur
1 af 3

Það er margt sem rekur á fjörur Byggðasafnsins. Þetta áhald barst okkur fyrir nokkrum árum. Það hafði orðið innlyksa hjá sýslumannsembættinu hér á Ísafirði  og hirðusamir menn tóku það til handagagns og afhentu það Byggðasafninu. Þetta áhald sem nefnist „koppsetningarstokkur“var mikið notað á fyrri tíð til „lækninga“ ýmis konar. Það samanstendur af 7 glösum eða koppum, lampa og bíld. Um þetta allt saman er vandaður kassi sem rúmar svo allar græjurnar. Lækningin fór þannig fram að koppsetjarinn hitaði glösin með lampanum þannig að þau fylltust af heitu lofti, svo voru þau sett á þá staði á líkamanum þar sem hinn sjúki kenndi sér meins. Var trú manna að glösin drægju út marið blóð djúpt innan úr holdinu sem væri orsök veikindanna. Þegar húðin var svo orðin blá og bólgin undir glasinu var oft skorið í hana með bíldnum til að hleypa blóðinu út.

Þetta tæki sem hér er, er líklega framleitt um 1860-1880. Ekki voru menn þó alltaf með svona góðar græjur við sínar lækningar, sumir blóðtökumenn notuðust bara við bíldinn (blóðtökuáhald) og tóku mönnum blóð, sagt var að blóðtökustaðirnir væru 53 og var mönnum oft tekið blóð á mörgum stöðum í einu, allt upp í 23 stöðum.  (Heimild:blodbankinn.is)   Fyrir kom að menn hittu á slagæð og og þurftu þá blóðtökumennirnir stundum aðeins að bregða sér frá og sáust svo ekki meir og sjúklingnum blæddi bara út..

Ekki verður farið nánar út í þessa stúdíu hér sem er gríðarlega áhugaverð, en ýmislegt efni er til á hinum mikla snilldarvef, timarit.is , s.s. grein Jóhanns Sæmundssonar í blaðinu Helgafelli, 1.9.1942, og svo bara á alnetinu, gúglið bara „bloodletting“ og þið hverfið inn í heim blóðtökumannanna.

Bjrn Baldursson Bjrn Baldursson | fstudagurinn 29. ma2015

Vetur Byggasafninu

Yfir vetrarmánuðina, eða frá 15 september til 15 maí hefur safnið ekki reglulegan opnunartíma, en áhugasamir geta haft samband við okkur eða upplýsingamiðstöð ferðamála á Ísafirði og við munum þá opna ef þess er kostur.

 

Aðgangseyrir

 

Fullorðnir:          1000 kr

Ellilífeyrisþegar:   800 kr

Frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri.

Bjrn Baldursson Bjrn Baldursson | rijudagurinn 28. aprl2015

Dokkan

Dokkan a vetri til. Fyrir framan m sj bta fasta  s. Myndin er tekin frostaveturinn 1918. Ljsmynd: Ljsmyndasafni safiri.
Dokkan a vetri til. Fyrir framan m sj bta fasta s. Myndin er tekin frostaveturinn 1918. Ljsmynd: Ljsmyndasafni safiri.

Hér á Ísafirði var byggt mikið mannvirki árið 1857. Þetta mannvirki er nú með öllu horfið sjónum okkar, lenti undir uppfyllingu og á því voru byggð hús. Þetta mannvirki er Dokkan, skipakví sem var við Sundin. Það voru eigendur hákarlaskipa á Ísafirði sem réðust í þessa framkvæmd, til að geta geymt skip sín við góðar aðstæður, og þeirra á meðal var Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður. Dokkan var töluvert mannvirki, hún var með tvöföldum tréveggjum og á milli þeirra var fyllt upp með grjóti og möl. Mót suðri var op á kvínni sem lokað var með trjám sem felld voru í nætur. Þarna gátu legið 6-7 skip, hlið við hlið, 10-11 lestir hvert skip. Stærðin var um 2000 ferálnir (um 7-800 fermetrar). Síðar eignaðist Ásgeirverslun Dokkuna og notaði hana þá fyrir skip sín. 

Bjrn Baldursson Bjrn Baldursson | mivikudagurinn 18. mars2015

Fallbyssa fr Uppsalaeyri

Merkjabyssan fr Uppsalaeyri.
Merkjabyssan fr Uppsalaeyri.
1 af 3

Þessi litla fallbyssa, eða merkjabyssa, kom á Byggðasafnið árið 1960. Hún kemur frá Uppsölum í Seyðisfirði, og hefur væntanlega verið notuð þar í hvalstöð Hins Íslenska hvalveiðifélags, sem var rekið af þeim félögum Ásgeiri Ásgeirssyni og hvalveiðimanninum Johan Stigsrud, hinum norska, auk fleiri erlendra aðila. Það var fyrir tíma talstöðva, labbrabbtækja, og GSM síma og því var nauðsynlegt að geta á einhvern hátt sent merki milli þeirra sem í landi voru og þeirra sem voru á hvalbátunum. Væntanlega hefur einungis verið skotið púðurskotum úr þessu fallstykki.

Bjrn Baldursson Bjrn Baldursson | laugardagurinn 7. febrar2015

Halaveri 1925

Togarinn Leifur heppni, smaur  Selby  Englandi ri 1920.
Togarinn Leifur heppni, smaur Selby Englandi ri 1920.
1 af 2

Í dag eru liðin 90 ár frá því að Halaveðrið alræmda skall á, eitt versta og mannskæðasta óveður sem gengið hefur yfir landið í manna minnum.Verst var veðrið á Halamiðum úti fyrir Vestfjörðum og hefur jafnan verið talað um Halaveðrið æ síðan. Þrjú skip fórust í þessu óveðri, togararnir Leifur heppni frá Reykjavík og Fieldmarshal Robertson, gerður út af Hellyersbræðrum frá Hafnarfirði, fórust á Halamiðum og mótorbáturinn Sólveig, sem reri frá Sandgerði strandaði á Stafnesskerjum og fórst þar með allri áhöfn. Með þessum 3 skipum fórust alls 68 manns.

 

Aðfaranótt 8 febrúar árið 1925 skall á fárviðri og stórhríð úr norðaustri, með mikilli ísingu,  og náði veðrið þvert yfir landið vestanvert. Á Halamiðum voru þá margir togarar að veiðum. Togarinn Egill Skallagrímsson var mjög hætt kominn, hann fékk á sig brotsjó og lagðist á hliðina. Í næstum tvo sólarhringa var unnið að þvi að reyna að rétta skipið við, en bæði kol og salt höfðu kastast út i aðra hliðina þegar brotsjórinn skall á skipinu þannig að skipið rétti sig ekki aftur. Þegar búið var að moka nokkru magni til komu fleiri brotsjóir og lögðu skipið aftur á sömu hlið. Í 36 klst. var unnið að því að rétta skipið, auk þess sem stöðugt varð að dæla sjó úr skipinu, þar sem sjór rann inn um brúargluggana og jafnvel inn um skorstein skipsins, svo mikil var slagsíðan.   Á öðrum og þriðja degi tóku togararir að tínast í höfn, klakabrynjaðir,  allir meira og minna laskaðir, margir höfðiu misst lífbáta, og loftnetsstangir þannig að þeir gátu ekkert gert vart við sig. Margir voru þeir mjög hætt komnir í óveðrinu. Ekkert spurðist til tveggja togara, Leifs Heppna og Fieldmarshal Roberts, og engin neyðarskeyti heyrðust frá þeim. Lengi héldu menn í vonina um að þeir hefðu komist í var, en þær vonir dvínuðu fljótt.  Þann 14 febrúar lögðu 15 togarar og varðskipið Fylla af stað til leitar frá Reykjavík, og  gerð var umfangsmikil leit að togurunum næstu daga. Leitað var á 60 þúsund fermílna svæði út af Vestfjörðum og suður fyrir Reykjanes, en án árangurs og voru áhöfn.

Lengi höfðu menn haldið að togurunum, þessum stóru skipum, væri engin hætta búin og þau hreinlega gætu ekki sokkið úti á rúmsjó, þessi skip gætu þolað hvaða veður sem var, en þessi atburður breytti skoðun manna á því. Upp frá þessu varð algengara að ef veður var slæmt þá leituðu togararnir frekar vars en að vera berskjaldaðir úti á rúmsjó.

Minningarathöfn um sjómennina 68 sem fórust, var haldin í Reykjavík þann 10 mars 1925. Dagblað sem gefiið var út í Reykjavík þá, var helgað minningarathöfninni þann daginn. Þar sagði m.a:

 

Öll vinna og öll umferð á sjó og landi á að stöðvast kl. 2 stundvíslega og fullkomin kyrð að haldast í 5 minútur. Sérhver maður á að staðnæmast þar sem hann er þá, og allar samræður eiga að falla niður bæði úti og inni um allan bæ. Sérstaklega má ekki heyrast véla og vagnaskrölt, eða hljóðfærasláttur af neinu tagi. Hver minsti hávaði sem er, trullar þá samstilling sem hugir manna eiga að ná á þessari alvörustund. Minningarguðsþjónustur verða síðan haldnar bæði í Dómkirkjunni og Fríkirkjunni kl. 3 og verður reynt, eftir mætti, að sjá svo um, að ástvinir hinna látnu komist þar að á undan öðrum. Í Dómkirkjunni talar sira Bjarni Jónsson og í Fríkirkjunni síra Árni Sigurðsson. Að sjálfsögðu eiga allar skemtanir, hverju nafni sem nefnast, að falla niður í dag og ennfremur ætti öll veitingahús að vera lokuð og aðrir samkomustaðir. Á Alþingi verða engir fundir í dag, en forseti sameinaðs þings og formenn sjávarútvegsnefnda beggja deilda taka þátt í sorgarathöfninni í Dómkirkjunni.“

 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4968064

 


Jn Sigurplsson Jn Sigurplsson | mivikudagurinn 6. gst2014

Harmonika nr. 200

Næstkomandi föstudag 8. ágúst kl. 16 verður harmonika nr. 200 afhent Harmonikusafni Ásgeirs S. Sigurðssonar formlega með viðhöfn í Turnhúsinu.
Ásgeir S. Sigurðsson og Messíana Marsellíusdóttir afhentu Byggðasafni Vestfjarða harmonikusafn sitt til varðveislu árið 2008. Á þeim tímapunkti voru hljóðfærin um 140 og hefur safnið vaxið jafnt og þétt síðan. Auk fjölda hljóðfæranna eru mörg þeirra einstök sem gerir safnið eitt af merkilegri söfnum landsins og jafnvel víðar.
Allir velunnarar safnsins eru velkomnir til þessa fagnaðar og þiggja veitingar og hlýða á hljómfagra harmonikutónlist Villa Valla og jafnvel fleiri.

Jn Sigurplsson Jn Sigurplsson | fstudagurinn 27. jn2014

Saltfiskveislan19. jl kl. 19

Saltfiskveisla Byggðasafns Vestfjarða verður haldin 19. júlí að þessu sinni. Það var árið 2002 sem safnið efndi til fyrstu veislunnar og var það þá gert í tilefni af 150 ára afmæli Ásgeirsverslunar, en sú merka verslun hafði höfuðstöðvar sínar í Neðstakaupstað lengst af á meðan hún starfaði.

Saltfiskveislurnar hafa sem sagt verið verið fastur punktur í starsemi safnsins ár hvert í 12 ár og hefur notið mikilla vinsælda. Þar er fléttað saman dýrðlegum saltfiskréttum og hugljúfri tónlist. Um margra ára skeið var það hljómsveit undir stjórn Tómasar R. Einarssonar sem laðaði fram viðeigandi hryn með söngkonunni Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Villa Valla á nikku í framlínunni og var kölluð Saltfisksveit Villa Valla. Á síðasta ári var svo ákveðið að breyta til og fá fyrrum starfsmann safnsins, Valdimar Olgeirsson bassaleikara, til að setja saman hrynsveit í samkvæmið. Það gekk eftir með ljómandi góðum árangri og því ákveðið að halda sér við það fyrirkomulag. Auðvitað þarf hljómsveitin að bera viðeigandi nafn og var ákveðið að gefa henni nafnið Bacalaoband Valda Mósa í anda þýskra listamanna, sem léku lögin við vinnuna árum saman í ríkisútvarpinu, en það muna líklega ekki aðrir en þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur. Í hljómsveitinni eru Valdimar Olgeirsson, sem leikur á kontrabassa, Halldór Smárason á píanó og harmónikku, Kristinn Gauti Einarsson á slagverk og um sönginn sér Lilja Björk Runólfsdóttir.

Saltfiskréttirnir voru fyrstu árin úr eldhúsum ýmissa bæjarbúa, var því tímabili lokað með útgáfu bókarinnar Veislurnar í Neðsta – saltfiskuppskriftir matgæðinga eldhússins heima, sem ætti að vera staðalbúnaður í öllum eldhúsum að auki fylgdi CD diskurinn Veislurnar í Neðsta með Saltfisksveit Villa Valla. Um árabil hefur verðlaunaeldhús Tjöruhússins séð um eldamennskuna auk þess hafa safnverðir séð um hefðbundna soðningu til að halda uðði heiðri hennar. Fyrir eldhúsi Tjöruhússins fara hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir en frá þeim hefur engin farið með gaulandi garnir svo vitað sé. Sem sagt missið ekki af saltfiskveislunni í Turnhúsinu 19. júlí kl. 19.

Pantanir: 456 - 3299 & 896 - 3291

Bjrn Baldursson Bjrn Baldursson | mnudagurinn 9. jn2014

Hsklaskipi Explorer

Í dag er það háskólaskipið Explorer sem heimsækir okkur Ísfirðinga. Þetta skip hefur mikla sérstöðu meðal skemmtiferðaskipa vegna þess að það er í raun fljótandi háskóli. Á vorin fer skipið umhverfis heiminn með stúdenta og og á haustin siglir skipið umhverfis Atlantshafið. Skipið siglir undir áætlun sem nefnist Semester at Sea  http://www.semesteratsea.org/. Skipið hefur ganghraða uppá 27 sjómílur.

Jn Sigurplsson Jn Sigurplsson | fstudagurinn 23. ma2014

upphafi sumars

Vouyager, annað skip sumarsins, er við bryggju sundamegin hér á Ísafirði. Það eru um 580 farþegar um borð sem flesti koma frá stóra Bretlandi og Bandaríkjunum. Það eru 48 skip væntanleg í sumar með 50 þúsund farþega. Samkvæmt dagsskrá hafnaryfirvalda verðu júlímánuður viðburðaríkur með skip nánast upp á hvern dag.

 

Bjrn Baldursson Bjrn Baldursson | rijudagurinn 13. ma2014

Fyrsta skipi vntanlegt

Mynd fengin a lni  http://www.thomson.co.uk/
Mynd fengin a lni http://www.thomson.co.uk/

Nú líður að opnun Byggðasafnsins. Frá og með 15 maí verður safnið opið alla daga frá kl 9-5 alla daga. Fyrsta skip sumarsins er væntanlegt þann 18 maí n.k. og er það skipið Thompson Spirit með 1300 farþega innanborðs. Unnið er að því að gera Turnhúsið klárt, búið er að gera við fúna planka og nýr göngurampur hefur verið lagður að húsinu. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir um helgina.

« 2017 »
« gst »
S M M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Vefumsjn