Turnhúsið. Ljósm:Bj.B.
Turnhúsið. Ljósm:Bj.B.

Heldur var hryssingslegt í Neðstakaupstað í gær, haustlægðirnar farnar að láta á sér kræla, og við erum rækilega minnt á það að við búum á Íslandi. Traffíkin í Byggðasafninu er farin að dala eftir gott sumar (hvað varðar gestafjölda, ekki veður), fjöldi skemmtiferðaskipafarþega hefur aldrei verið meiri, og í næstu viku er von á stóru skipi og eru bókaðir um 500 farþegar af því í skoðunarferð á safnið.

Byggðasafnið er opið alla daga frá kl 9-18 og verður fram til 15 september. Um 11000 manns hafa heimsótt safnið það sem af er sumri.