Verið að hífa Hermóð á flot.
Verið að hífa Hermóð á flot.

Í morgun var Hermóður ÍS 482 sjósettur. Hermóður var smíðaður af Fali Jakobssyni í Bolungarvík og sonum hans Jakobi og Sigmundi árið 1928. Með milligöngu Einars Guðfinnssonar keypti Hermann Hermannsson á Svalbarði í Ögurvík bátinn árið 1930. Hermann gerði hann út þaðan til ársins 1945 og eftir það frá Ísafirði til 1956. Það ár seldi hann bátinn Gunnari og Magnúsi Jóhannessonum á Skarði í Skötufirði. Undanfarin ár hefur Hermóður verið í eigu bræðranna frá Svalbarði í Ögurvík , og á síðastliðnu ári afhentu þeir bræður Byggðasafni Vestfjarða bátinn. Í vor var Hermóður saumaður upp af Magnúsi Alfreðssyni trésmið á Ísafirði.