Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 4. júlí 2011

Byggđasafniđ 70 ára

Úr turninum. Ljósmynd: Ţorsteinn Traustason
Úr turninum. Ljósmynd: Ţorsteinn Traustason

Í ár eru liðin 70 ár frá því að Byggðasafn Vestfjarða var stofnað að frumkvæði Bárðar G. Tómassonar. Í tilefni þess var efnt til útihátíðar í Neðstakaupstað laugardaginn 2 júlí s.l. Þar var ýmislegt um að vera, soðin var rækja fyrir gesti og gangandi og pillaði hver ofan í sig. Gestir gátu smakkað á hákarli, Saltfisksveitin tók nokkur lög, og börnin léku sér í parís. Um 100 manns lögðu leið sína í Neðsta og frítt var inn á safnið í tilefni dagsins.

 

Um kvöldið var svo saltfiskveislan í Tjöruhúsinu, og þar voru töfraðir fram réttir af Tjöruhúsvertum af mikilli list, og var maturinn lofaður í hástert af gestum. Hráefnið var sólþurrkaður saltfiskur auk hefðbundins saltfisks frá HG. Saltfisksveit Villa Valla lék fyrir dansi þrátt fyrir að Villi Valli væri fjarri góðu gamni, en í hans stað kom Þórir Baldursson sem lék á hljómborð. Mikið stuð var á gestum og veðurguðirnir voru veislugestum hliðhollir, þurrt var og hlýtt í veðri.

« 2017 »
« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjón