Bátar í varðveislu Byggðasafns Vestfjarða

Stundvís

1 af 2

var upphaflega norskur árabátur eða skekta sem Bjarni Ólafsson skósmiður í Hnífsdal átti á fimmta áratug liðinnar aldar. Trillan hafði verið borðhækkuð og vélvædd þegar Páll Pálsson í Hnífsdal, fyrrum árabátaformaður og útvegsbóndi, eignaðist hana árið 1954, þá rúmlega sjötugur að aldri. Páll naut ellinnar á trillunni og sótti iðulega stíft, oft með félögum og fjölskyldu. Árið 1993 gáfu niðjar Páls Byggðasafni Vestfjarða bátinn. Fyrir nokkrum árum tóku niðjar Páls trilluna í fóstur og hafa smíðað hana upp og stendur hún í nausti undir Heimabæ í Hnífsdal á sumrin vegfarendum til yndisauka.

Upp