Áhugaverðir staðir

Ósvör í Bolungarvík

1 af 2

Í Ósvör í Bolungarvík er endurgerð verstöð frá tímum árabátaútgerðar á Íslandi. Þar er verbúð,salthús, fiskihjallar, fiskreitar, gangspil, og báturinn Ölver, sem er sexæringur eins og tíðkaðist í Bolungarvík um aldamótin 1900. Safnverðir bregða sér oft í skinnklæðin og fræða gesti um útgerðarhætti fyrri tíma. Inni í húsunum má einnig sjá ymsa muni sem tengjast veiðunum og verbúðalífinu í Ósvör. Í Ósvör eru margir munir frá Byggðasafni Vestfjarða og má þar helst nefna sexæringinn Ölver, sem jafnframt er fyrsti munurinn sem Byggðasafnið eignaðist árið 1941 er það var stofnað.

Upp